mockup-mag2-900x

HVAÐ

2.500kr
Magn:
 

HVAÐ er fjölbreytt, fallegt, faglegt, framsækið, fróðlegt og fjörugt 164 blaðsíðna barna- og ungmennatímarit.

Meðal efnis í 1. tbl. er:

Áhugamál og afþreying

Ferðalög og áfangastaðir

Líkami, sál og hvatning

Sögur og teikningar

Viðtöl og greinar

Sveitir og dýr

Kynning á starfsemi

HVAÐ er....

... Bergið, Hjálparsími Rauða krossins, SÁÁ, Kátt á Klambra, Náturubarnaskólinn!

HVAÐ gera...

... Skátarnir, Unglingadeildir björgunasveitanna, Ungmennafélögin!

Hvernig býrðu til...

...Fíflaklatta, krækiberjalummur, múffur í appelsínuberki, leir og heklaðar skífur?

Innsent efni frá börnum og ungmennum um hjólreiðar, bútasaumur, kayak, vatnasport, torfæruhjól, Pokémon Go, zip line, hlutverkaspil, plokk, berfættl, dans og fleira.

Hverjir eru í HVAÐ?

Sölvi Tryggva, Fanney Þórisdóttir, Þorgrímur Þráins, Ólafur Stefánsson, Solveig Valgerður, Rakel Rán, Erna í Ernulandi, Sigga Dögg, Anna Ósk, Ingólfur H., Alda Karen, Pálína Ósk, Ævar Þór, Matthías Máni og fleiri.

Viðtöl við:

Heiðar Loga Elíasson, Hjörtur Elías Ágústsson, Júlíana Sara Gunnarsdóttir og Vala Kristín Eiríksdóttir.

Innsent efni frá börnum og ungmennum um land allt.

Ritstjóri:

Ágústa Margrét Arnardóttir.

Grafiskur hönnuður og listrænn stjórnandi:

Íris Ösp Sveinbjörnsdóttir.

Blaðamenn:

Sara Lynn Shill, Svava Jónsdóttir og Vigdís Guðlaugsdóttir.

Prentað af ODDA.

UM OKKUR

Kæri lesandi
Ég heiti Ágústa Margrét Arnardóttir. Ég er 40 ára 5 barna móðir og bý á Djúpavogi.
Þegar ég var lítil voru gefin út barna- og ungmennatímarit. Ég sendi oft inn sögur, ljóð, teiknaðar myndir og fleira sem birt var í blöðunum.
Mér fannst þessi blöð svo skemmtileg. Í gegnum þau kynntist lesandi öðrum börnum og ungmennum, fékk fréttir og allskonar fróðleik.
Fyrir 6 árum, þegar elsta stelpan mín var 6 ára, fór ég að hugsa um að það vantaði svona tímarit.
Ég fór að fá allskonar hugmyndir um viðtöl, verkefni, upplýsingar, sögur, fróðleik og fleira. Hugmyndirnar mínar voru samt bara hugmyndir inn í höfðinu á mér þar til á síðasta ári. Þá ákvað ég að prófa að fylgja hugmyndum mínum eftir og byrja að framkvæma.


Eins og Heiðar Logi segir í viðtalinu við hann í þessu blaði:

„Ef maður gerir ekkert í draumum sínum, þá verða þeir alltaf bara draumar“


Minn draumur var að búa til tímarit fyrir börn og ungmenni. Og nú hefur draumur minn ræst. Það gerðist ekki að sjálfu sér því í marga mánuði hef ég unnið mikið að þessu verkefni. Ég fékk frábært fólk, sem trúði líka á drauminn minn, til liðs við mig.
Saman bjuggum við til þetta tímarit og okkur langar að búa til fleiri. Við erum með fullt af hugmyndum og stóra drauma sem við ætlum að gera allt sem við getum til að láta rætast.
Ég er svo þakklát öllu fólkinu sem tók þátt í þessu verkefni og hjálpaði mér að koma HVAÐ til þín.


Ennfremur er ég er innilega þakklát að þú skulir vera að skoða tímaritið HVAÐ.
Takk fyrir
Ágústa Margrét Arnardóttir