Skilmálar

Almennt

Hreidur.is áskilur sér allan rétt til að hætta við og afgreiða kaup ef upp kemur verðvilla eða ef lagerstaða skyldi vera röng.

Starfólk hreidur.is mun hafa samband við kaupanda og láta vita ef svo er.
 

Afhending vöru og sendingarkostnaður

Frí heimsending útum allt land ef verslað er fyrir 20.000kr eða meira, annars reiknast sendingarkostnaður í greiðsluferlinu.

Ef viðskipavinur velur að millifæra þá þarf millifærsla að berast innan 24 tíma annars er pöntun ógild og verður bakfærð.

Vörur á landsbyggðina komum við á flutningsaðila, næsta virka dag eftir staðfestingu á pöntun. Sé varan ekki til á lager verður haft samband og tilkynnt um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Öllum pöntunum er dreift af Dropp og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Dropp um afhendingu vörunnar. Hreidur.is ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði varan fyrir tjóni frá því varan er afhent flutningsaðila er tjónið á ábyrgð kaupanda.
 

Skilafrestur og endurgreiðsluréttur

Af öryggisástæðum er ekki hægt að skila bílstólum né base-um. 

Kaupandi hefur 14 daga til að hætta við kaupin, á öllum öðrum vörum, að því tilskyldu að hann hafi ekki notað vöruna og henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið ef skila á vöru. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhent skráðum viðtakanda. Kvittun eða gjafamiði fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Inneignarnóta er afhent ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd. Ef eitthvað er óljóst endilega hafið samband á hreidur@hreidur.is

Trúnaður og kaupverð

Vinsamlega athugið að verð á vörum geta breyst án fyrirvara. Magn á lager er einnig birt með fyrirvara þegar verslað er í netverslun okkar. Öll verð í netverslun innihalda skatta og gjöld. Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.

V.G.S ehf.
Kt. 491215-0540
Vsk. 122303